Elstu tví­burar landsins fagna 99 ára af­mæli sínu í dag. Engir tví­burar hafa náð svo háum aldri á Ís­landi.
Systurnar Svan­hildur og Hlað­gerður Snæ­björns­dætur og eru afar sam­dýndar og miklar vin­konur.

Deginum munu þær fagna í fé­lags­skapi hvor annarrar og með nánustu fjöl­skyldu.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins finnst þeim ekkert merkilegt að vera orðnar 99 ára, en eru þó staðráðnar í að verða 100 ára.

Langömmustrákur Svönu, Auðunn Sölvi Hugason skrifar skemmtilegan texta í tilefni dagins:

„Elstu tví­burar landsins þær Hlalla stóra og amma Svana, eins og þær eru þekktar í sinni ætt verða 99 ára á morgun þann 14 októ­ber.

Stelpurnar eru al­gjörir naglar og Hlalla stóra er fötluð á einum fæti og ný brotin á hinum fætinum lifir og er jafn­vel farin að labba. Þær hafa slegið Ís­lands­met sem elstu tví­burar

landsins og eru stað­ráðnar í að vera 100 og ætla dansa í 100 ára af­mæli sínu,“ skrifar hann.