Skondið at­vik átti sér stað fyrir leik Ís­lands og Armeníu þegar Albert Guð­munds­son, fram­herji ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu, gekk inn á völlinn með liðs­fé­lögum sínum.

Þegar liðið gekk inn á völlinn var Óskar Örn Guð­brands­son, fjöl­miðla­full­trúi KSÍ, á ganginum. Í þann mund sem Albert gekk fram­hjá á­kvað Óskar að kíkja á úrið sitt en svo virðist sem ein­hver mis­skilningur hafi verið á ferð þar sem Albert hélt að hann hafi verið að heilsa sér með hnefanum. Ekki má útiloka þó að Albert hafi verið að grínast í Óskari og tekið eftir því að hann væri bara að athuga tímann.

Albert lét at­vikið lítið á sig fá og gekk rak­leiðis inn á völlinn en sjá má mynd­brot af þessu frá frænda Alberts, Alberti Inga­syni á sam­fé­lags­miðlinum Twitter.