Auð­jöfurinn Elon Musk greindi frá því síðast­liðinn maí að hann hygðist selja allar fast­eignir sínar til að ein­beita sér að leið­öngrum sínum til plánetunnar Mars.

Musk reyndist sannur orði sínu og seldi flestar eignir sínar en hélt í eina þeirra ör­lítið lengur. Sú er stað­sett í San Fransisco og hefur Musk ætíð kallað hana „ein­staka staðinn sinn.“

Húsið stendur á 47 hektara lóð.
Mynd/Realtor

Um er að ræða níu her­bergja stór­hýsi og 47 hektara lóð sem Musk hefur nú sett á sölu fyrir litlar 37,5 Banda­ríkja­dali, eða rúm­lega 4,5 milljarð ís­lenskra króna.

„Á­kvað að selja síðasta húsið mitt, það þarf bara að fara til stórrar fjöl­skyldu sem mun búa þar. Þetta er ein­stakur staður,“ skrifaði Musk um húsið á Twitter.

Húsið er yfir hundrað ára gamalt og státar af ó­trú­legu út­sýni yfir flóann, auk sund­laugar, göngu­leiðum og gljúfrum. Einnig er hægt að halda stærðarinnar veislur á svæðinu þar sem dans­salur og fleira er að finna í húsinu.

Falleg tjörn prýðir garðinn.
Mynd/Realtor
Sundlaug er staðalbúnaður hjá ríka fólkinu.
Mynd/Realtor
Franskir gluggar gera góða hluti í stofunni.
Mynd/Realtor
Minimalisminn er ekki í hávegum hafður á heimilinu.
Mynd/Realtor
Bogadregnar hurðir setja svip sinn á eignina.
Mynd/Realtor
Antík veggfóður kætir alla með fortíðarþrá.
Mynd/Realtor
Borðstofa með útsýni.
Mynd/Realtor
Þrjár stofur eru ekki nóg fyrir suma.
Mynd/Realtor