Spjall­þátta­stjórnandinn Ellen DeGeneres vakti at­hygli um helgina þegar hún sást sitja með fyrrum for­seta Banda­ríkjanna, Geor­ge W. Bush, þegar Dallas Cow­boys mættu Green Bay Packers í NFL-deildinni. Ellen sagði síðar að Bush væri vinur sinn sem varð til þess að fjöl­margir á Twitter gagn­rýndu hana enn frekar.

Ellen var stödd á leiknum með eigin­konu sinni, Portia de Rossi, þegar þær sáust sitja með Geor­ge W. Bush og eigin­konu hans, Lauru. Ellen nýtti tæki­færið og svaraði fyrir vin­skap sinn við Bush í þætti sínum á mánu­dags­kvöldinu.

„Þau hugsuðu, af hverju situr sam­kyn­hneigð frjáls­lyndis­manneskja við hliðina á í­halds­sömum for­seta Repúblikana,“ sagði Ellen um málið. Hún segir að þrátt fyrir að hún sé annarrar skoðunar en Bush, þá eigi hún fjöl­marga vini sem hún er ekki endi­lega sam­mála.

„Þegar ég segi verið góð við hvort annað þá meina ég ekki bara þá sem hugsa eins og þú. Ég meina verið góð við alla,“ sagði Ellen að lokum.