Þátta­stjórnandinn Ellen DeGeneres hyggst láta af störfum og hætta með The Ellen DeGeneres Show eftir 18 þátta­raðir og um þrjú þúsund þætti. Sam­kvæmt heimildum TheDa­ilyMa­il munu enda­lok þáttarins vera til­kynnt í dag.

„Ellen er komið með nót og sagði teyminu sínu að hún væri hætt,“ segir heimildar­maður DailyMa­il. „Hún lofaði einni þátta­röð í við­bót eftir þessa og mun hverfa af skjánum þegar næstu seríu lýkur.“

Á­horf á þættina hefur hríð­fallið síðast­liðna mánuði eftir að fjallað var um eitrað vinnu­um­hverfi sem við­gengst hefur við tökur þáttanna síðast­liðinn ágúst. „Á­horfið hefur verið skelfi­legt á árinu og Ellen veit að tími hennar er kominn.“

Hræðilega komið fram við starfsfólk

Það rataði í flesta fjöl­miðla síðast­liðið haust þegar fyrrum og nú­verandi starfs­­fólk lýstu skelfi­­legu við­horfi yfir­­manna í þáttunum. Meðal þess sem yfir­­­mönnum er gert að sök er ein­elti, að refsa starfs­­fólki sem leggur inn kvartanir, láta rasísk um­­­mæli iðu­­lega falla, segja starfs­­­­fólki upp í miðju veikinda­­­­leyfi og neita fólki um frí til að fara í jarðar­­­­farir fjöl­­­­skyldu­­­­með­lima.

Ellen lofaði því opin­ber­­lega eftir að þessar upp­­­lýsingar rötuðu á yfir­­­borðið að hún myndi beita sér fyrir því að vinnu­­­­staða­­­­menningin yrði bætt.

The Ellen DeGeneres Show hefur unnið til fjölda verð­­launa síðustu sau­tján ár, þar á meðal sex­­tíu Emmy-verð­­launa. Ellen hefur stjórnað þáttunum við góðan orð­stír frá því sýningar hófust árið 2003 en glímir nú við á­sakanir um snobb, sér­­visku og eitraða stjórnunar­hætti.