Lífið

Ellý lærir að flúra: Vill bæði mála á striga og húð

Ellý Ár­manns hefur haslað sér völl í mynd­list en lætur sér strigann ekki nægja og hefur á­kveðið að leggja húð­flúrun fyrir sig. Láta drauminn um að skreyta bæði striga og líkama rætast.

Þótt Ellý hafi gert mikið af því að mála nakinn líkama sinn á striga þá er hann í sjálfum sér húðflúrslistaverk í mótun. Hún segir tattúið hafa heltekið sig þannig að hún stefnir að því að skreyta húðir annars fólks í náinni framtíð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Spákonan og sjónvarpsþulan fyrrverandi Ellý Ármanns freistaði þess fyrir nokkrum misserum að mála sig frá erfiðri skilnaði og fjárhagserfiðleikum. Það gafst svo vel að hún hefur þegar haldið einkasýningu og gengur vel að selja málverk sem sýna ekki síst nakinn líkama hennar.

Hún ákvað um svipað leyti að láta flúra vængi á handleggi sína og verða þannig fleyg á ný með táknrænum hætti og það hefur undið þannig upp á sig að líkami hennar er í raun listaverk í mótun.

Sjá einnig: Ellý sýnir sig allsnakta í Eyjum

Og hún lét ekki þar við sitja, heldur er hún byrjuð að læra að húðflúra og brennandi áhuga og innri þörf. „Eins og margir vita hef ég hef teiknað og málað alla tíð en síðustu ár hefur tattúið heltekið mig,“ segir Ellý í samtali við Fréttablaðið.

„Þannig að ég ákvað að stíga ákveðið af af öryggi inn í húðflúrheiminn og er byrjuð að æfa mig að flúra. Þetta gengur eins og í sögu og hér á ég heima og nún loksins finnst mér allt í lífinu vera eins og það á að vera. Það hefur lengi verið draumur minn að mála á striga og líkama,“ segir Ellý og hlær.

Katrín Júlíusdóttir og Mummi Týr hafa þegar lýst yfir áhuga á flúri hjá Ellý. Mummi býður sig fram til æfinga en Katrín ætlar að bíða í eitt ár eða svo. Fréttablaðið/Samsett

Hún segist setja markið hátt, fullviss um að hún er á réttri braut. „Mér finnst eins og það sé skrifað í skýin að ég muni mína eigin tattústofu. Mamma segir að nú sé ég á réttri leið. Hlynur Sölvi, unnusti minn, hvatti mig til að stökkva út í djúpu laugina og viti menn Iceland Ink gæti orðið að veruleika.“ Ellý segir að þótt enn sé að mörgu að huga áður en hún opni sína eigin stofu þá er hún þó komin það langt að húsnæðið er þegar fundið.

Sjá einnig: Hlynur á Horninu syngur um Ellý og ástina

Þegar Ellý er spurð á hverjum hún æfi sig segir hún í léttum tón að það sé enn nóg pláss eftir á líkama hennar og kærastans. Þar fyrir utan þarf hún varla að hafa miklar áhyggjur af því að skorta húðir til þess að skreyta þar sem pantanir eru þegar farnar að berast á Facebook.

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrrverandi ráðherra og vinkona Ellýar, reið á vaðið: „Elsku Ellý - þú getur ALLT! Svo ertu svo traust og góð. Mig langar í málverk eftir þig og er búin að ákveða að fá mér Tattoo (nöfnin á strákunum mínum fjórum) eftir ca ár. Væri gaman ef þú settir það á mig þá.“

Guðmundur Týr, Mummi löngum kenndur við Mótorsmiðjuna, er einnig tilbúinn til þess að veðja á Ellý og hann er húðflúrinu og rekstri tattústofa ekki ókunnugur. „Töff, ég er útkrassaður hvort eð er eftir 45 ára tattoosögu ef þig vantar húð til að æfa þig á. You go girl.“  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Væng­brotin Ellý: „Ég er að kafna í þessu“

Lífið

Ellý sýnir sig alls­nakta í Eyjum

Lífið

Tvo miða á Ellý Ár­manns? Eða Vil­hjálms?

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Auglýsing