Eliza Reid, sagn­fræðingur og for­seta­frú Ís­lands, gagn­rýnir for­síðu Morgun­blaðsins í dag á Face­book-síðu sinni.

Á for­síðu blaðsins er birt mynd af Elizu þar sem hún heilsar Frið­riki krón­prins Dan­merkur, en Frið­rik kom hingað til lands í gær og snæddi meðal annars kvöld­verð með for­seta­hjónunum. Það sem vakti at­hygli Elizu er sú stað­reynd að hennar er hvergi getið í texta blaðsins við hlið myndarinnar.

„Í stuttu máli er mynda­textinn á for­síðu blaðsins í dag svona: Einn karl­maður sem ber nafn kom í kvöld­verð hjá öðrum karl­manni sem ber nafn. Með gestinum var þriðji karl­maðurinn sem heitir líka nafni [sést ekki á myndinni]. Meira var það ekki. #eru­konurtil“