Elísa­bet Bret­lands­drottning getur ekki beðið eftir því að #Megxit sé lokið. Þá er hún orðin þreytt á því að tala stans­laust um her­toga­hjónin, ef marka má heimildar­mann Vanity Fair.

Líkt og áður hefur komið fram eiga her­toga­hjónin nú í við­ræðum við konungs­fjöl­skylduna um hvernig kostnaði við líf þeirra verði háttað eftir þann 31. mars. Þau hafa ný­verið verið sögð reið út í konungs­fjöl­skylduna vegna þess að þeim var meinað að nota vöru­merkið „Sus­sex Royal.“

Í frétt Vanity Fair er haft eftir heimildar­manni innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar að drottningin vilji ekki tala um málið. Hún hefur þegar gefið út yfir­lýsingar um að hún styðji hjónin, vilji að þau séu hamingju­söm en tekið fram að málið sé flókið.

Hefur Vanity Fair eftir Kati­e Nicholl að drottningin hafi mestar á­hyggjur af því að við­ræðurnar hafi nei­kvæð á­hrif á konungs­veldið sem stofnun og hve erfitt það hafi reynst fjöl­skyldu­með­limum.

„Drottningin vill klára þetta eins fljótt og hún getur því að frá hennar bæjar­dyrum séð er þetta að hafa eyði­leggjandi á­hrif á konngs­veldið og á per­sónu­legu nótunum held ég að þetta sé henni afar erfitt,“ segir Nicholl.

„Hún er komin á það stig að hún vill ekki hugsa um þetta lengur, hún vill bara klára þetta sem allra fyrst.“