Elísa­bet Ormslev söng­kona og Sindri Þór Kárason hljóðhönnuður hjá Sagafilm eru byrjuð saman. Parið greindi fyrst frá því í áramótakveðju á Facebook en nú er parið loks orðið „Facebook official“.

Elísabet, sem er dóttir söngkonunnar Helgu Möller og gömlu fótboltakempunnar Péturs Ormslev, vakti athygli þegar hún tók þátt í undankeppni Söngvakeppninnar í fyrra með lagið Elta þig, sem er eftir hana og Zöe Ruth Erwin, en textinn er eftir Daða Frey. Eins hefur hún gert það gott með hljómsveit sinni Albatross.

Sindri Þór vinnur við hljóðblöndun hjá Sagafilm og vann meðal annars að Ráðherranum og Sealskin, stuttmynd Uglu Hauksdóttur.

Facebook official!