„Þrátt fyrir svefnlausar nætur síðustu vikur þá ætlum við okkur nú samt að halda þessari nýju dömu hjá okkur,“ skrifar Elísabet Gunnarsdóttir tískudrottning og áhrifavaldur á story-svæði sínu á Instagram og birtir skjáskot af frétt Fréttablaðsins.

Í umræddri frétt hafði blaðamaður í fljótfærni skrifað að hjónin Elísabet og Gunnar Steinn hefðu gefið dóttur sína sem fæddist fyrr í þessum mánuði í stað þess að skrifa að þau hefði gefið henni nafn.

„Hún fæst því ekki gefins,“ skrifar Elísabet sem virðist taka afar létt í þetta.

Dóttirin sem fæddist 5. október síðastliðinn fékk nafnið Anna Magdalena og er þriðja barn þeirra hjóna.

Fréttin birtist síðastliðinn föstudag og stóð óbreytt í um tólf klukkustundir þar til hún var leiðrétt.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot