Grænir litir eru áberandi hjá H&M í vetur.
Mynd/Samsett

„Það er mikið af litum í gangi í haust og sterkari litir en við erum að sjá á þessum árstíma. Íslendingar eru vanir að kaupa svartar eða gráar yfirhafnir en mér finnst fleiri þora að færa sig yfir í skæra liti,“ segir Elísabet.

Leikum okkur að litunum
„Skærappelsínugulur og grænn eru vinsælustu litirnir í vetur. Þessir tveir litir passa ótrúlega vel við ljósan og dökkbrúnan, sem eru einnig mjög heitir um þessar mundir,“ að sögn Elísabetar.

„Það er hægt að leika sér með litina með því að velja brúna eða svarta kápu, og ef þú þorir að kaupa þér græna eða appelsínugula húfu, klút eða vettlinga við. Síðan eru eldrauðar úlpur frá íslenskum útivistarmerkjum í forgrunni og detta síður úr tísku.“

Síðar yfirhafnir eru alltaf flottar.
Mynd/Samsett

Vöndum valið

Þegar kemur að vali á yfirhöfnum mælir Elísabet með að hugsa um notagildið og að flíkin sé nokkuð tímalaus.

„Mér finnst smá munur á að kaupa kápu eða úlpu þar sem það er mikilvægt að kaupa góða og hlýja úlpu þar sem það getur orðið ansi kalt á skerinu.“

Að sögn Elísabetar er allur aldur farinn að klæða sig í litríkari fatnað, ekki bara yngri kynslóðin.

„Íslensku merkin eru líka að koma með æpandi liti í úlpum, sem dæmi, og er það er frekar nýtt og gaman að sjá. Ég gæti trúað að það gæti orðið trend.“

Íslendingar velja oft svart eða grátt yfir vetrartímann.
Mynd/Samsett