Elísa­bet II Bret­lands­drotting á af­mæli í dag og fagnar 96 árum. Hún mun halda upp á af­mælið sitt á­samt fjöl­skyldum og vinum í sveita­setri fjöl­skyldunnar í Sandring­ham í Nor­folk, Eng­landi.

Á Face­book-síðu konungs­fjöl­skyldunnar var birt mynd af drottningunni á­samt tveimur hvítum hestum, tekin mánuði fyrr við Windsor kastala. Hestarnir heita Bybeck Kati­e og Bybeck Nightinga­le, sam­kvæmt færslunni.

Elísa­bet Alexandra Mary Windsor fæddist 21. apríl árið 1926. Hún er eldra barn Alberts prins og Elísa­betar konu hans, sem síðar eignuðust dótturina Margréti.

Sam­kvæmt breska ríkis­út­varpinu hyggst Elísa­bet dvelja í Wood Farm, bú­stað á sveita­setrinu sem hún og Filippus sóttu reglu­lega áður en hann lést fyrir að­eins meira en ári síðan.

Bret­lands­drottningin hefur þurft að draga úr opin­berum skyldum undan­farið, eftir að hún þurfti að leggast inn á spítala í októ­ber. Hún hefur lítið sést opin­ber­lega síðan þá.

Fyrr á árinu hélt Elísa­bet upp á sjö­tíu ár sem Bret­lands­drottning en enginn annar konungur eða drottning hefur setið jafn lengi við völd þar í landi.

Í til­efni af þeim merka á­fanga á að gefa út Barbí­dúkku sem mun líta út eins og drottningin.

Mynd/Mattel