Þó ekki sé lið­in vika síð­an eig­in­mað­ur henn­ar til 73 ára, Fil­ipp­us prins, lést hef­ur Elís­a­bet Bret­a­drottn­ing haf­ið em­bætt­is­störf á nýj­an leik.

Eftir frá­fall Fil­ipp­us­ar, sem lést 99 ára að aldr­i, var lýst yfir tveggj­a vikn­a sorg­ar­tím­a­bil­i hjá kon­ungs­fjöl­skyld­unn­i. Út­för hans verð­ur á laug­ar­dag­inn í Winds­or-kast­al­a.

Tals­mað­ur kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar sagð­i að með­lim­ir henn­ar mynd­u taka þátt í at­burð­um sem væru við hæfi mið­að við að­stæð­ur.

Elís­­a­b­et hélt at­h­öfn í Winds­­or-kast­­al­­a þar sem Eeel jarl lét af em­b­ætt­­i hirð­h­alds­­stjór­­a en em­b­ætt­­ið hef­­ur um­­­sjón með at­h­öfn­­um á veg­­um krún­­unn­­ar. Í lok­­aðr­­i at­h­öfn í kast­­al­­an­­um tók drottn­­ing­­in við veld­­is­­sprot­­a jarls­ins sem gegnd­­i em­b­ætt­­i í 14 ár.

Peel jarl.
Fréttablaðið/Getty

Peel jarl greind­i frá því í fyrr­a að hann hygð­ist láta af em­bætt­i og tók Andrew Park­er bar­ón, fyrr­ver­and­i yf­ir­mað­ur leyn­i­þjón­ust­unn­ar MI5, við störf­um hans um viku áður en Fil­ipp­us lést. Peel hef­ur engu að síð­ur tek­ið þátt í að hafa um­sjón með prakt­ísk­um at­rið­um er varð­a skip­u­lagn­ing­u út­far­ar Fil­ipp­us­ar en Park­er bar­ón fer fyr­ir skip­u­lagn­ing­u henn­ar.

Undir­bún­ing­ur út­far­ar­inn­ar er í full­um gang­i og í dag fóru fram æf­ing­ar her­mann­a fyr­ir hana. Hún verð­ur sýnd í beinn­i út­send­ing­u í sjón­varp­i.