Elísa­bet Bret­lands­drottning hyggst á­varpa bresku þjóðina sunnu­dags­kvöldið 7. mars næst­komandi. Þetta hefur vakið at­hygli er­lendra slúður­miðla þar sem þetta er sama kvöld og við­tal Opruh Win­frey við þau Harry og Meg­han verður sýnt í banda­rísku sjón­varpi.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá ætla fyrr­verandi her­toga­hjónin að opna sig upp á gátt í sam­tali sínu við Opruh. Þar ætla þau að ræða börnin og fram­tíðina eftir bresku konungs­fjöl­skylduna.

Í frétt Us We­ekly segir að tíma­setning á­varpsins hafi vakið mikla at­hygli. Drottningin hyggst á­varpa þjóðina í til­efni af breska sam­veldis­deginum (e. Commonwealth Day). Sá dagur er á mánu­deginum 8. mars, degi síðar en sýna á við­talið við hjónin og hefur val drottningarinnar á tíma­setningunni því vakið mikla at­hygli.

Her­toga­hjónin fyrr­verandi stað­festu fyrr í mánuðinum að þau ætli sér að segja skilið við skyldur sínar fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna fyrir fullt og allt. Ár er liðið síðan þau hættu störfum og hefur síðast­liðið ár verið svo­kallað prufu­tíma­bil.

Áður hafa breskir slúður­miðlar full­yrt að breska konungs­fjöl­skyldan sé í öngum sínum yfir við­tali Opruh Win­frey við hjónin. Hafa margir hverjir á­hyggjur af því að þau muni opna sig um of í við­talinu.

Enn­fremur full­yrtu bresk götu­blöð um daginn að Vil­hjálmur Breta­prins hefði verið gáttaður á orða­lagi hjónanna þegar þau til­kynntu um við­skilnað sinn við krúnuna á dögunum. Var til­kynningin sögð köld, form­leg og án til­finninga, á meðan frétta­til­kynning konungs­fjöl­skyldunnar hefði lagt á­herslu á sorg fjöl­skyldunnar og ástina í garð hjónanna.