Elísa­bet Bret­lands­drottning átti engra kosta völ þegar Harry og Meg­han á­kváðu að yfir­gefa konungs­fjöl­skylduna, annað en að hrifsa af þeim konung­legu titlana. Þetta kemur fram í um­fjöllun The Sun.

Þar er vísað í Dy­lan Howard, sem titlaður er sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni. Hann ræddi málin í heimildar­mynd um erjur Meg­han við konungs­fjöl­skylduna, „Secrets of the Royal - The Mark­les vs. The Monarchy.“

„Ég held að Harry hafi viljað bæði halda og sleppa. Hann vildi geta lifað lífi laus við alla á­byrgð en samt gera breytingar,“ segir Dy­lan.

„Og veru­leikinn er sá, að Sus­sex fjöl­skyldan í öðru landi er ein­angruð frá öllu sem breska konungs­fjöl­skyldan stendur fyrir,“ segir hann.

„Og það setur konungs­fjöl­skylduna í hættu. Þannig að drottningin átti engra kosta völ annað en að svipta þau titlum sínum.“