Tyrk­nesk-breski rit­höfundurinn Elif Shafak tók í dag við al­þjóð­legum bók­mennta­verð­launum Hall­dórs Lax­ness á Bók­mennta­há­tíðinni í Reykja­vík. Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra af­henti verð­launin sem nema fimm­tán þúsund evrum. Þau eru veitt al­þjóð­lega þekktum rit­höfundum sem „ stuðla að endur­nýjun sagna­listar með verkum sínum“ eins og það er orðað í frétta­til­kynningu frá Stjórnar­ráðinu.

For­sætis­ráðu­neytið, mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið, Ís­lands­stofa, Bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík, Gljúfra­steinn og For­lagið, út­gefandi Hall­dórs Lax­ness á Ís­landi standa að verð­laununum.

Verð­launin eru veitt á á Bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík sem haldin er annað hvort ár. Í val­nefnd verð­launanna nú voru Eliza Reid for­seta­frú, Stella Soffía Jóhannes­dóttir fram­kvæmda­stjóri Bók­mennta­há­tíðar í Reykja­vík og Ian McEwan fyrsti hand­hafi Al­þjóð­legra bók­mennta­verð­launa Hall­dórs Lax­ness. Þau hlaut hann árið 2019.

Tvær skáld­sögur Shafak hafa komið út á ís­lensku, Heiður í þýðingu Ingunnar Ás­dísar­dóttur (2014) og 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undar­legu ver­öld í þýðingu Nönnu Þórs­dóttur (2021).