Fólk

Elegant marmari og sígildur sjarmi

KYNNING - Hjá Birgisson er hægt að fá undurfagrar marmaraflísar í takt við klassíska flísaliti sem gefa heimilinu einstaklega glæsilegt yfirbragð. Þar fást líka risastórar flísar í ómótstæðilegu úrvali sem uppfylla allar kröfur híbýlatískunnar nú.

Gráir litatónar og marmaraflísar eru hæstráðandi í flísatískunni nú um mundir.

Íslendingar sækja mikið í hlýja jarðliti eins og brúngrátt, en líka kalda, gráa tóna. Þegar við skoðum flísasölu síðustu ára eru gráir tónar þar allsráðandi, allt frá ljósgráu yfir í dökkgrátt,“ segir Heiðar Jóhannsson, viðskiptastjóri Birgisson, um flísatískuna sem er í sífelldri þróun.

Hann segir flísar í stærðunum 30x60 cm og 60x60 cm vera vinsælastar.

„Flísar fara stöðugt stækkandi og gæðin eru alltaf að aukast. Það sem áður þótti mjög stór flís, í stærðinni 60x60 cm, þykir alls ekki stórt í dag. Talsverð aukning hefur verið í enn stærri flísum, eins og 80x80 cm og 60x120 cm, og við sjáum nú aukningu í enn stærri flísum á veggi, til að mynda 120x240 cm,“ upplýsir Heiðar.

Hann segir einnig færast í aukana að fólk velji sömu flísar á gólf og veggi í baðherbergjum.

„Að velja flísar í sama lit og sömu stærðar skapar oft afar fallega heild á baðherberginu,“ segir Heiðar sem er alltaf með puttana á púlsinum þegar kemur að nýjungum í flísum, en hægt er að skoða allt það nýjasta í glæsilegum sýningarsal Birgisson í Ármúla 8.

Marmari það heitasta í dag

Marmari er tímalaust og undurfagurt efni. Hjá Birgisson fæst mikið úrval marmaraflísa sem fáanlegar eru í öllum mögulegum stærðum.

„Marmaraflísar eru ekki einungis vinsælar á gólf og veggi heldur eru þær líka það heitasta í borðplötur, sófaborð og fleira. Mjög flott er að blanda saman köldum, gráum litum á gólfum við elegant marmaraflísar á veggi í baðherbergjum. Útkoman er einstaklega falleg,“ segir Heiðar sem þessa dagana er að taka upp þrjár týpur af marmaraflísum í stærðinni 80x80 cm og á mjög góðu verði.

„Tæknin er orðin slík í flísaframleiðslu að fyrir aðra en fagmenn er nánast ómögulegt að sjá hvort um ekta marmara sé að ræða eða ekki. Marmaraflísar koma einstaklega vel út í þessari stærð en vitaskuld er ekkert mál að panta aðrar stærðir, hvort sem þær eru minni eða stærri,“ segir Heiðar.

Ásamt því að bjóða upp á flísar frá nokkrum af flottustu flísaframleiðendum heims hafa starfsmenn Birgisson mikla þekking og reynslu þegar kemur að vali flísa og er nánast alltaf hægt að finna lausn sem hentar hverjum og einum.

Flísalögn á baðherbergi

Hjá Birgisson er lögð rík áhersla á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Í því felst fræðsla um vörur sem eru til sölu og öll fylgiefni sem nota þarf við flísalögn.

„Þegar kemur að flísalögn á baðherbergi er lykilatriði að öll undirvinna sé pottþétt og rakavörn þarf að vera 100 prósent til að ekki komi upp vatnsskemmdir síðar meir. Að okkar mati hefur mikilvægi þess að rakaverja öll votrými vel ekki verið nægilega vel brýnt fyrir fólki og þess vegna höfum við verið að kynna okkur þetta málefni vel í samstarfi við okkar birgja í Þýskalandi,“ upplýsir Heiðar og undirstrikar að sölumenn Birgisson geti veitt góð ráð og allar upplýsingar um vörur sem mælt er með þegar leggja á flísar í votrými.

Birgisson er í Ármúla 8. Sími 516 0600. Netfang: birgisson@birgisson.is. Sjá nánar á birgisson.is.

Flísarnar hjá Birgisson fást í mörgum stærðum og mismunandi útfærslum.
Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að flísum á gólf og veggi hjá Birgisson og hægt að skoða úrvalið og láta sig dreyma í glæsilegum sýningarsal í Ármúla 8.
Stórar flísar eru hæstmóðins nú og hafa náð nýjum hæðum í stærð og lögun.
Marmaraflísar eru það heitasta í gólfefnum og aðeins á valdi fagmanna að greina hvort um ekta marmara er að ræða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Litlu upp­lifanirnar gefi lífinu mesta gildið

Fólk

Björk undir­býr mara­þon­hlaup: „Allt er gott í hófi“

Fólk

Vegan í Cross­Fit: „Sí­fellt al­gengara hjá í­þrótta­fólki“

Auglýsing

Nýjast

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Auglýsing