Lofts­lags­verk­fall­ið stendur fyr­ir svo­köll­uð­u Lofts­lags­fest­i­val­i á Menn­ing­ar­nótt, næst­kom­and­i laug­ar­dag, í sam­starf­i við önn­ur sam­tök og um­hverf­is­hreyf­ing­ar.

Í lýs­ing­u á við­burð­in­um kem­ur fram að boð­ið verð­i upp á fjöl­breytt­a, skemmt­i­leg­a og fjöl­skyld­u­væn­a dag­skrá í bland við eld­ræð­ur til að vekj­a at­hygl­i á neyð­ar­á­stand­i af völd­um lofts­lags­breyt­ing­a. Finn­ur Ri­cart Andra­son, einn skip­u­leggj­end­a, seg­ir að lögð verð­i meir­i á­hersl­a á list­in­a en á hefð­bundn­um lofts­lags­mót­mæl­um.

„Hug­mynd­in var að hafa þett­a meir­a list­rænt, fjöl­skyld­u­vænn­a og að­geng­i­legr­a held­ur en við höf­um haft við­burð­in­a okk­ar og mót­mæl­in hing­að til. Við vild­um gera það af ýms­um á­stæð­um, í fyrst­a lagi bara til að höfð­a til fleir­a fólks og líka til að tengj­a þett­a við Menn­ing­ar­nótt. Okkur datt í hug að þett­a gæti ver­ið skemmt­i­leg leið til að tengj­a mik­il­vægt mál­efn­i inn í kjarn­a sam­fé­lags­ins að ein­hverj­u leyt­i.“

Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
Mynd/Aðsend

Há­tíð­in fer fram á Aust­ur­vell­i á mill­i klukk­an 3 og 6 á laug­ar­dag­inn og auk skemmt­i­at­rið­a verð­ur einn­ig boð­ið upp á veit­ing­ar.

„Þett­a er þriggj­a tíma dag­skrá og þett­a verð­ur bland­a af tón­list­ar­at­rið­um, eld­ræð­um og svo list­ræn­um gjörn­ing­um. Högn­i Egils­son ætl­ar að koma og spil­a fyr­ir okk­ur og Gug­us­ar og svo eru aðr­ar hljóm­sveit­ir sem hafa ým­ist unn­ið Mús­ík­til­raun­ir eða spil­að á Icel­and Airw­a­ves,“ seg­ir Finn­ur.

Á með­al þeirr­a sem munu flytj­a ræð­ur eru Tinn­a Hall­gríms­dótt­ir, for­mað­ur Ungra um­hverf­is­sinn­a, Birn­ir Jón Sig­urðs­son rit­höf­und­ur og Alex­andr­a Ýr van Erven, for­set­i Lands­sam­tök ís­lenskr­a stúd­ent­a.

Lofts­lags­verk­fall­ið hef­ur ver­ið með nokk­uð al­var­leg­um und­ir­tón. Hvern­ig rím­ar það við Menn­ing­ar­nótt sem er hugs­uð sem létt og skemmt­i­leg fjöl­skyld­u­há­tíð?

„Við þurft­um að pæla vel í því og við kom­umst að þeirr­i nið­ur­stöð­u að þett­a vand­a­mál er eitt­hvað sem sker þvert á sam­fé­lag­ið. Það þarf að snert­a á þess­u mik­il­væg­a mál­efn­i alls stað­ar, það má ekki skilj­a und­an menn­ing­un­a. Það eru mik­il tæk­i­fær­i sem fel­ast í því að ráð­ast í alls kon­ar lausn­ir, okk­ur lang­ar að drag­a fram sam­eig­in­leg­a snert­i­flet­i sam­fé­lags­ins hvar við höf­um öll hag af því að ráð­ast í lofts­lags­að­gerð­ir, þrátt fyr­ir að það sé í grunn­inn vand­a­mál. Við vilj­um leggj­a að­al­á­hersl­un­a á að drag­a fram þær já­kvæð­u hlið­ar sem við get­um horft til til þess að ná ár­angr­i.“