Í þættinum Matur og Heimili í kvöld bregður þátta­stjórnandinn, Sjöfn Þórðar út af vananum og býður á­horf­endum heim í eld­húsið sitt. Þáttinn má horfa á í heild sinni neðst í fréttinni.

Sjöfn hefur á­kveðið að fara í fram­kvæmdir og um­bylta eld­húsinu sem er með upp­runa­legum inn­réttingum hússins frá árinu 1972. Hún hefur fengið til liðs við sig innan­húss­arki­tektinn Berg­lindi Bernd­sen til hanna og teikna fyrir sig þar sem nota­gildið og fagur­fræðin verður í fyrir­rúmi.

„Hér erum við með heil­mikið rými og tæki­færi til að nýta það enn frekar til að bæta vinnu­að­stöðuna í eld­húsinu og gera þetta rými meira að­laðandi og nú­tíma­legra þannig að fjöl­skyldan geti verið hér í eld­húsinu að njóta,“segir Berg­lind og nefnir jafn­framt að mark­miðið eiga að vera að há­marka nýtinguna á rýminu og flétta fagur­fræðinni með. „Við getum fengið miklu meira skápa­pláss, bætt lýsinguna en hér er í raun engin vinnu­lýsing, við þurfum að bæta úr þessu.“

Reynir Pétur hefur ástríðu af því að rækta tómata

Sólheimar eru vagga lífrænar ræktunar á Íslandi og almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunnar, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á Norðurlöndum hafi verið á Sólheimum.

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Reynir Pétur Steinunnarson í Garðyrkjustöðina Sunnu á Sólheimum og fær innsýn í ræktunina sem þar fer fram og ástríðu Reynis Péturs á starfi sínu í garðyrkjustöðinni. Reyni Pétur er landsmönnum vel kunnugur fyrir hina frægu göngu sína, hringinn kringum Íslands fyrir 36 árum síðan og að eigin sögn unnir hann hag sínum allra best í gróðurhúsinu að hlúa að tómataræktuninni.

Hér áður fyrr var aðallega ræktað fyrir samfélagið á Sólheimum en nú hafa breytingar átt sér stað. Með stækkun gróðurhússins og aukinni afkastagetu sem og aukinni dreifingu, gerir það verkum að nú gefst fólki frekari kostur á að nálgast lífrænt ræktað grænmeti frá Sólheimum í sínu nærumhverfi. Garðyrkjustöðin Sunna er stærsta lífrænt Tún vottaða gróðurhús landsins og áhugavert að fylgjast með starfseminni sem þar fer fram.