Fasteignasalan Heimili hefur til sölu ansi litríkt fjögurra herbergja íbúð við Njálsgötu.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er eldhúsið eins og litapalletta fyrir Tarantino kvikmynd og baðherbergið gefur ekkert eftir.

Skáparnir eru æpandi bleikir með svart hvítum flísum á gólfinu og baðherbergið gefur ekkert eftir með „aqua“-bláum veggjum og hillum.

Bláa haðherbergið er með lítilli innréttingu, sturtuklefa og glugga.
Mynd:Heimili fasteignasala

Núverandi eigandi er greinilega með litríkan smekk eins og má sjá á ljósakrónunni inni í svefnherberginu.

Samkvæmt fasteignasölu eru herbergin tvö; Rúmgott svefnherbergi með skápum og gott barnaherbergi með skáp. Gluggar herbergja vísa út í bakgarðinn.
Mynd:Heimili fasteignasala

„Íbúðin, sem er virkilega hlýleg og sjarmerandi, skiptist í hol, tvö herbergi, tvær samliggjandi stofur, eldhús og baðherbergi auk sérgeymslu og hlutdeild í sameign og þvottahúsi í kjallara. Íbúðin sjálf er skráð 83 fm. Sameign er snyrtileg og skemmtilegur bakgarður er við húsið,“ segir í lýsingu fasteignasölunnar.

Nánar um íbúðina á vef fasteignasölunnar Heimili.