Poppparið Shawn Mendez og Camilla Ca­bello eru um­tals­efni flestra þessa dagana en parið henti mynd­bandi af sjálfu sér í eld­heitum sleik á Insta­gram nú á dögunum. Net­verjar hafa skipst í tvær fylkingar, annað­hvort elskað upp­á­tækið eða hrein­lega boðið við því.

Parið sagðist í mynd­bandinu vera að bregðast við net­verjum sem þætti það pirrandi hve ást­fangin þau væru á opin­berum vett­vangi. „Svo við sáum á Twitter og eitt­hvað að þið voruð að segja eitt­hvað um það hvernig við kyssum og hvernig það virkar skrítið, að við kyssumst eins og fiskar,“ sagði Mendez. „Já, særði til­finningar okkar all­veru­lega,“ svaraði Ca­bello.

„Okkur langar bara að sýna ykkur hvernig við kyssumst í al­vöru,“ sagði Shawn þá. Net­verjar brugðust mis­vel við. „Ég VAR að sofna þegar ég sá mynd­bandið af Shawn og Camillu að kyssast eins og þau séu glugga­þvotta­fólk,“ skrifaði einn.

Sleikinn og tístin má sjá hér að neðan.