Þátturinn Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld. Venju sam­kvæmt verður víða komið við.

Hjónin Halla Bára Gests­dóttir innan­hús­hönnuður og Gunnar Sverris­son ljós­myndari voru að gefa út bókina desember með vin­konum sínum sem er ljós­mynda­bók um desember, að­ventuna og jólin.

Sjöfn heim­sækir Höllu Báru heim í eld­húsið hennar þar sem þær spjalla um út­gáfu bókarinnar, inn­blásturinn fyrir gerð hennar og sam­starf þeirra hjóna.

Þar sem styttist óð­fluga í há­tíðirnar býður Sjöfn á­horf­endum í eld­húsið þar sem hún eldar hina full­komnu Wellingtonsteik frá Kjöt­kompaníinu og fram­reiðir sæl­kera for­rétta­hlað­borð að hætti Kjöt­kompan­ísins.

Loks mun Sjöfn töfrar fram há­tíðar­humar­súpu með sjávar­fangi og fleiri kræsingar fyrir há­tíðirnar.

Þátturinn er frum­sýndur kl. 19.00 í kvöld og fyrsta endur­sýning er kl. 21.00.