Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra að kenna okkur að búa til sælkera Cheddar kjötbollur á ketóvænan hátt. Hráefnalistinn er einfaldur og það tekur stutta stund að búa til þessar dásemdar kjötbollur þar sem osturinn gefur bragðið.
Uppskrift dagsins:
Cheddar kjötbollur
1 kg nautahakk
Ítalskt krydd
Hvítlaukur
Rifinn cheddar ostur eftir smekk
1 egg
Pipar eftir smekk
Marinara sósa
Byrjið á því að setja nautahakk í stóra skál og kryddið með ítölsku kryddi og pipar eftir smekk. Rífið hvítlauk og blandið Cheddar osti út í ásamt einu eggi. Hnoðið vel og mótið með höndunum í litlar með kjötbollur. Steikið bollurnar upp úr ólífuolíu á meðal hita þar til bollurnar verða stökkar að utan. Leggið í eldfast mót og klárið að elda bollurnar inn í ofni í um það bil 30 mínútur. Setjið marinara sósu yfir bollurnar og aftur inn í ofn í 5 mínútur. Rífið ost yfir og berið fram með kúrbítspasta eða hefðbundnu fyrir þá sem kjósa kolvetni.