Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra Helgadóttir að kenna okkur að útbúa sælkerarétt þar sem risarækjurnar í eru í forgrunni. Hér er á ferðinni risarækjur með chilli og hvítlauk þar sem brögðin frá að njóta sín til fulls. Þetta er hinn fullkomni sumaréttur sem á eftir að slá í gegn. Næstu vikur heldur Hanna Þóra síðan áfram að sýna hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta svo vert er að fylgjast með.

Uppskrift dagsins:

Risarækjur með chilli og hvítlauk

1 poki hráar risarækjur

3 stk. hvítlauksrif

1 stk. rauður chillipipar

1 stk. sítróna

olífuolía

Fersk steinselja eftir smekk, smátt söxuð

Byrjið á því að afþíða rækjurnar. Skolið síðan og þerrið rækjurnar og leggið í eldfast mót. Rífið eða skerið niður hvítlauk, saxið chilli og bætið við rækjurnar ásamt ólífuolíu. Kreistið eina sítrónu yfir og bakið þar til rækjurnar eru fallega bleika. Bætið við ferskri steinselju yfir eftir eldun. Berið fram á fallegan og sumarlega hátt.