Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra að búa til ketó kókoskúlur sem er sáraeinfalt að útbúa og tekur örskammastund. Ketó kókoskúlurnar eur ótrúlega ljúffengar og bráðna í munni. Fullkomnar til að eiga ef óvænta gesti ber að garði, eiga með sem nasl á milli mála og taka með í nesti, jafnvel í haustpikknikkið.

Uppskrift dagsins:

Ketó kókoskúlur

100 g smjör við stofuhita

3 msk. sykurlaust sýróp

3 msk. kakóduft

150 g möndluflögur

1 ½ dl möndlumjöl

3 msk. kókosmjöl

Blandið öllu hráefninu saman í hrærivél og setjið blönduna í kæli í um það bil 30 mínútur. Mótið í kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Tilvalið er að frysta kúlurnar og taka út eftir þörfum. Síðan er bara að njóta hvers bita.