Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra að útbúa fyrir ljúffenga Tiramisu skyrtertu með karamellu- og hnetubotni sem er upplagt að bjóða upp á um verslunarmannahelgina. Hver vill ekki njóta slíkra kræsinga á góðum degi.

Uppskrift dagsins:

Tiramisu skyrterta með karamellu- og hnetubotni

500 ml rjómi

3 stk. Tiramisu skyr dósir

2 dl pekanhnetur

50 g smjör

1 dl ketóvænt gold síróp

Kakóduft

Byrjið á því að saxa pekanhneturnar. Hitið saman á pönnu smjöri og ketóvænu síróp þar til blandan þykknar og verður að karamellu. Bætið þá hnetunum út í og leggið svo í botn á eldföstu móti. Þeytið rjóma og bætið skyrinu varlega saman við með sleikju. Leggið skyrblönduna yfir hnetubotninn. Sigtið hreint kakóduft yfir skyrtertuna og leyfið henni að kólna í ísskáp að minnsta kosti í tvær klukkustundir.