Fyrir valinu að þessu sinni hjá Hönnu Þóru er íslenska lambið. „Ein af okkar uppáhalds sunnnudsgssteikum er hálfur lambahryggur steiktur í airfryer. Hann verður tökkur að utan og safaríkur að innan. Svo erum við rosalega hrifin af því að vera með ferskan aspas með kjöti og fiski,“ segir Hanna Þóra.
Uppskrift dagsins:
Lambahryggur í airfryer
Hálfur íslenskur lambahryggur
AMB Kryddblanda – (Hanna Þóra valdi að vera með AMB í nýju línunni frá Hagkaup)
1 búnt ferskur aspas
Hvítlaukskrydd eftir smekk
Salt og pipar eftir smekk
Byrjið á því að krydda lambahrygginn og leggið ofan í airfryer körfuna. Bakið lambahrygginn við 180°C á airfry stillingu í um klukkutíma. Hanna Þóra miðaar við hafa kjarnhitann um 60-65°C, þannig finnst henni hann vera best eldaður.
Leggið aspasinn í eldfast mót og kryddið með hvítlaukskryddi, salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C í um það bil 15 mínútur. Rífið ferskan parmesan yfir aspasinn og bakið aftur í 3-4 mínútur.
Njótið vel.