Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra Helgadóttir að kenna okkur að matreiða ketóvæna blómkálsvængi með sterkri sósu. Með réttinum er fullkomið að bjóða upp á guacamole dressinguna sem Hanna Þóra útbjó í síðasta þætti. Næstu vikur heldur Hanna Þóra síðan áfram að sýna hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta svo vert er að fylgjast með.

Uppskrift dagsins:

Ketóvænir blómkálsvængir með sterkri vængjasósu

1 haus ferskt blómkál

2 egg hrærð til að velta blómkálinu upp úr og festa hjúpinn

Hjúpur

1 dl rifinn ferskur parmesan ostur

2 dl Möndlumjöl

1 tsk. hvítlauksduft

2 tsk. paprikuduft

½ tsk. Cayenne pipar (eftir smekk)

Salt

Pipar

Sósa

2 dl Buffalo hot sause ( td. Franks)

2-3 msk. smjör eða eftir smekk

Skerið blómkálið niður og veltið uppúr eggi. Veltið upp úr hjúpnum og raðið á bökunarplötu eða setjið í airfryer. Bakið við 180°C gráður í 20-30 mínútur. Hitið buffalo sósu í potti og bætið við smjöri eftir smekk. Því meira smjör, þeim mun mildari verður sósan. Veltið buffalo vængjunum upp úr heitri sósunni. Borið strax fram til dæmis með gráðostasósu og sellerístilkum.