Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra Helgadóttir að baka fyrir okkur ljúffeng ketó skinkuhorn sem bragð er af. Þessi eru fullkomin með kaffinu og nestið fyrir ferðalagið. Næstu vikur heldur Hanna Þóra síðan áfram að sýna hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta svo vert er að fylgjast með.
Uppskrift dagsins:
Skinkuhorn
200 g rifinn mozzarella
1 dl möndlumjöl
2 tsk. vínsteinslyftiduft
1 gg
Skinka
Skinkumyrja
Setjið mozzarella, möndlumjöl og vínsteinslyftiduft í skál sem þolir örbylgjuofn. Hrærið létt saman og hitið í örbylgjuofni í um það bil 2 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Bætið einu eggi út í og hrærið deigið saman. Hnoðið í höndum þegar það hefur kólnað örlítið.
Skiptið deiginu í 8 bita. Fyllið með skinkumyrju og skinku og lokið. Leggið á plötu með bökunarpappír og stráið sesamfræjum yfir. Bakið á 180°C á blæstri í um það bil 20 mínútur eða þar til skinkuhornin eru orðin fallega gyllt.