Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra að baka ketó brauðstangir með pitsakryddi sem eru frábærar sem meðlæti með ýmsum réttum og líka góðar einar og sér.

Uppskrift dagsins:

Brauðstangir með pitsakryddi

200 g rifinn mozzarella ostur

2 tsk. vínsteinslyftiduft

1 ½ dl möndlumjöl

¼ tsk. hvítlauksduft

1 egg

pitsakrydd eftir smekk

Byrjið á því að setja rifinn ost, möndlumjöl og vínsteinslyftiduft í skál sem þolir örbylgjuofn. Hrærið létt saman og hitið í örbylgjuofni í um það bil 2 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Bætið einu eggi út í og hrærið deigið saman. Hnoðið í höndum þegar það hefur kólnað örlítið. Skiptið niður deiginu og mótið í brauðstangir og raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Kryddið með pitsa kryddi eftir smekk. Bakið í bakarofni við 200°hita þar til stangirnar eru orðnar fallega gylltar.