Í dag ætlar Hanna Þóra Helgadóttir að kenna okkur að búa til guacamole sem passar með mörgum ketóréttum og steinliggur með mexíkóskum réttum. Það tekur örskamma stund að búa það til og það bráðnar í munni, það er svo gott. Næstu vikur heldur Hanna Þóra síðan áfram að sýna hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta svo vert er að fylgjast með.

Uppskrift dagsins:

Guacamole

Avókadó

Jalapeno

Chilli

Lime

Kóríander

Rauðlaukur

Veljið tilbúin avókadó sem eru passlega mjúk. Skerið í helminga, takið steininn úr og skafið innan úr og leggið í skál. Stappið með gaffal og skerið niður ferskan jalapeno, chilli og kóríander. Styrkleiki fer eftir smekk en það er auðveldara að bæta við en taka úr.