Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra Helgadóttir að kenna okkur að gera ferska jógúrt sósu með basil og hvítlauk sem er fullkomin með grillréttum sumarsins. Einnig býður hún upp á uppskrif af ostafylltum portobello sveppum en þeir eru einstaklega ljúffengir grillaðir. Næstu vikur heldur Hanna Þóra síðan áfram að sýna hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta svo vert er að fylgjast með.

Uppskrift dagsins:

Grillað lambaprime með ferskri jógúrtsósu

Fersk jógúrtsósa með basil og hvítlauk

4 msk. grísk jógúrt

2 hvítlauksrif

Fersk basilíka

Sítróna

Svartur pipar eftir smekk

Blandið grísku jógúrti saman við hvítlauk, sítrónusafa og pipar. Rífið niður basilíku blöð og bætið út í. Þessa sósu er tilvalið að gera nokkrum klukkutímum áður en hún er borin fram. Hún verður bragðmeiri með tímanum þegar hvítlaukurinn fær að blandast betur.

Portobello sveppir með camembert smurosti

Fyllið portobello sveppi með camenbert smurosti og toppið með rifnum osti. Skellið á grillið og grillið þar til osturinn hefur bráðnað.

Síðan er bara að njóta og góða helgi.