Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra að baka fyrir okkur bláberja muffins sem eru fullkomnar á góðum sumardegi í nestið, pikknikkið eða bara með kaffinu til að gera sér dagamun. Það styttist óðum að bláberjasprettan fari á fullt í sveitum landsins og þá er líka upplagt að nýta hana í þessa gómsætu uppskrift. Ekkert er betra en íslensk aðalbláber.

Uppskrift dagsins:

Bláberja muffins

200 g smjör við stofuhita

2 dl ketóvæn strásæta

3 egg

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. vanilludropar

1 bolli bláber

Byrjið á því að þeyta saman smjör og egg þar til blandan verður létt og ljós. Bætið ketóvænni sætu, lyftidufti og vanillu útí og þeytið meira. Bláberin fara síðust út í en þá notum við sleikju til að blanda þeim varlega út í deigið. Setjið í muffinsmót og bakið á 180°C á blæsti í um það bil 20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr miðju og kökurnar fallega gylltar ofan á.