Hún sýnir okkur líka hvernig hægt er að gera heimagerðar ketóvænar lasagnaplötur á einfaldan máta. Best er að byrja á lasagnaplötunum og svo fara í hakkblönduna. Næstu vikur ætlar Hanna Þóra að halda áfram að sýna hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta svo vert er að fylgjast með.
Uppskriftir dagsins:
Ketó lasagna
500 g nautahakk
2 dósir tómatar í dós
1 dós tómatpúrra
Ítalskt krydd
Basil
Twarog ostur
Rifinn ostur
Heimagerðar lasagna Plötur
4 egg
1 poki rifinn mozzarella
Setjið egg og rifinn mozzarella í blandara og blandið þar til blandan er silkimjúk. Smyrjið blöndunni á bökunarpappír og bakið við 180°C gráðu hita eða þar til platan er fallega gyllt ofan á.
Steikið nautahakk og kryddið með ítölsku kryddi og ferskri basilíku. Bætið tómötum í dós og tómatpúrru við hakkið og leyfið því að malla. Setjið lasagnað saman og setjið heimagerðu plöturnar á milli laga. Toppið með Twarog osti eða kotasælu og rifnum osti og bakið þar til osturinn er fallega gylltur og lasagnað heitt í gegn. Plöturnar eru tilbúnar þegar lasagnað er sett saman því þarf ekki að elda það jafn lengi og hefðbundið lasagna. Síðan er bara bera réttinn fram og njóta.