Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra að útbúa fyrir okkur girnilega ketópitsu sem bragð er af. Í ketópitsu er ekkert hveiti aðeins ostur og möndlumjöl. Það er sáraeinfalt að útbúa þessa pítsu og tekur skamma stund.

Uppskrift dagsins:

Ketó pitsa

200 g rifinn mozzarella eða pitsa ostur

1 dl möndlumjöl

2 tsk. vínsteinslyftiduft

1 egg

Byrjið á því að setja rifna ostinn, möndlumjölið og vínsteinslyftiduftið í skál sem þolir örbylgjuofn. Hrærið létt saman og hitið í örbylgjuofni í um það bil tvær mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Bætið einu eggi út í og hrærið deigið saman. Hnoðið í höndum þegar það hefur kólnað örlítið. Fletjið botninn út og bakið hann einan og sér í um tíu mínútur á blæstri þar til hann verður aðeins gylltur. Bætið þá sósu, osti og áleggi ofan á og klárið að baka pitsuna. Svo er bara að njóta hvers bita. Verði ykkur að góðu.