Í síðasta þætti með Hönnu Þóru fór hún í verslunarferð og gaf góð ráð þegar velja á ketóvæn hráefni til að mynda í rétt dagsins. Næstu vikur ætlar Hanna Þóra að halda áfram að sýna hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta.
Uppskrift dagsins:
Ketó ostabrauðstangir
1 stk. Grillostur
Parmesan rifinn eftir smekk
Oreganó eftir smekk
Marinara/Pizza sósa
Olía til steikingar
Skerið ostinn niður í sneiðar og steikið á pönnu þar til osturinn verður fallega gylltur og stökkur. Snúið við og steikið hina hliðina. Takið af pönnunni og skerið niður í hentuga stærð. Stráið parmesan osti og oreganó yfir. Berið ostastangirnar fram með marinarasósu.