Að þessu sinni ætlar Hanna Þóra að útbúa fyrir okkur bakaðan gullost með löðrandi ketóvænu sírópi toppaðan með pekanhnetum. Þetta tekur fáranlega stuttan tíma og einn einfaldasti réttur í heimi til að útbúa.

Uppskrift dagsins:

Bakaður gullostur í airfryer

1 stk. gullostur

Pekanhnetur eftir smekk

Ketóvænt sýróp

Ostasnakk

Byrjið á því að taka gullostinn úr umbúðunum og leggið í eldfast mót. Bakið í airfryer í um 10-15 mínútur á 190°C airfry þar til hann er byrjaður að bráðna að innan. Leggið pekanhnetur ofan á ostinn og hellið sýrópi yfir. Bakið aftur í um 3-4 mínútur þar til hneturnar eru örlítið ristaðar. Berið fram með ostasnakki.