Hildur Björns­dóttir, borgar­full­­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, rifjaði í dag upp brot af þeim neikvæðu at­huga­­semdum sem henni hefur borist í starfi sem kjörinn fulltrúi. Hún birti athugasemdirnar í færslu á Facebook en tilefnið er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem er í dag.

„Ekki vera svona kven­­leg. Finndu þér karlægri á­huga­­mál. Fólk tengir ekki við á­huga­­mál kvenna. Ekki vera með vara­lit. Klæddu þig ekki svo kven­­lega. Ekki segja frá þeim árangri sem þú hefur náð. Það er hroka­fullt af konu. Ekki taka svo mikið pláss. Konur munu hata þig,“ skrifar Hildur á face­book og bætir við að þetta sé að­eins brot af þeim at­huga­­semdum sem henni hefur borist.

„Konum er sagt að beita sér en láta ekki á því bera að þær séu kven­kyns. Til allrar hamingju hefur ráð­­gjöf af þessum toga þver­öfug á­hrif á mig. Við þurfum ekki til­­­tekið út­lit, á­­kveðinn fatnað eða sér­­­stök á­huga­­mál í stjórn­­málin - við þurfum fólk með skýrt erindi og brennandi á­huga. Mér var sagt að birta ljótari myndir. Ég lét taka fal­­legri myndir,“ skrifar Hildur enn fremur og birtir mynd af sér eftir Sögu Sigurðardóttir með.

Hildur birti færsluna fyrir rúmum klukku­­tíma síðan en hún hefur strax fengið mikið af já­­kvæðum við­­brögðum.

Ljósmynd/skjáskot