Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gísla­dóttir segir að smá­vægi­leg mis­tök hafi orðið við upp­færsluna á enskum titli sínum á Twitter þegar hún var í skamma stund titluð sem for­maður en ekki vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins.

„Fékk að­stoð þar sem ég var síma­laus með Nato, en orðið "Vice" þurrkaðist út fyrir mis­gáning, sem gerði mig ó­vart að for­manni XD,“ segir Þór­dís í færslu á Twitter. „Ekki segja Freud.“

Þór­dís segir að lokum frá því að hún sé búin á fundum í Ríga og haldi nú til Stokk­hólms á loka­fund dagsins.