Allt bendir til þess að Harry Bretaprins muni mæta einn á krýningarathöfn föður síns seinna á árinu. Eiginkonan hans, Meghan Markle telur sig ekki vera nægjanlega hugrakka eða sterka til þess að mæta. Þetta heldur Paul Burrell fram, sem vann fyrir móður Harry, Díönu Prinsessu.
Burrell heldur því fram að það verði einkar óþægilegt fyrir alla ef hjónin mæta, sérstaklega ef Meghan lætur sjá sig. Eins og vitað er standa hjónin í miklum deilum við Bresku konungsfjölskylduna, meðal annars vegna bókar Harry, The Spare.
Burrell telur þó að Harry muni mæta, en Meghan muni vera eftir í Bandaríkjunum.
„Ég held að Meghan sé ekki nógu hugrökk né sterk til þess að vera þarna. Hún þyrfti að horfa í augun á fjölskyldunni sem hún hrinti undir rútunna,“ sagði Burell í viðtali við Closer.
Fyrr í vikunni var greint frá því að að meðlimir konungsfjölskyldunnar vilja að óþökk þeirra á Harry og Meghan verði gerð ljós með því að þau verði „látin sitja á Íslandi.“
„Þau munu mæta kuldalegu viðmóti hjá mörgum ættingjum. Einn sagði meðal annars við mig: „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ sagði heimildarmaður breska götublaðsins The Sun sem ekki vill láta nafns síns getið.