Allt bendir til þess að Harry Breta­prins muni mæta einn á krýningar­at­höfn föður síns seinna á árinu. Eigin­konan hans, Meg­han Mark­le telur sig ekki vera nægjan­lega hug­rakka eða sterka til þess að mæta. Þetta heldur Paul Burrell fram, sem vann fyrir móður Harry, Díönu Prinsessu.

Burrell heldur því fram að það verði einkar ó­þægi­legt fyrir alla ef hjónin mæta, sér­stak­lega ef Meg­han lætur sjá sig. Eins og vitað er standa hjónin í miklum deilum við Bresku konungs­fjöl­skylduna, meðal annars vegna bókar Harry, The Spare.

Burrell telur þó að Harry muni mæta, en Meg­han muni vera eftir í Banda­ríkjunum.

„Ég held að Meg­han sé ekki nógu hug­rökk né sterk til þess að vera þarna. Hún þyrfti að horfa í augun á fjöl­skyldunni sem hún hrinti undir rú­tunna,“ sagði Burell í við­tali við Closer.

Fyrr í vikunni var greint frá því að að með­limir konungs­fjöl­skyldunnar vilja að ó­þökk þeirra á Harry og Meg­han verði gerð ljós með því að þau verði „látin sitja á Ís­landi.“

„Þau munu mæta kulda­­legu við­­móti hjá mörgum ættingjum. Einn sagði meðal annars við mig: „Ég vona að þau verði látin sitja á Ís­landi,“ sagði heimildar­­maður breska götu­blaðsins The Sun sem ekki vill láta nafns síns getið.