„Hann er alveg yndis­legur,“ segir grín­istinn Þór­hallur Þór­halls­son um þá risa­stóru stund þegar hann kom sjö vikna gömlum syni sínum loksins til að hlæja.

„Þetta er mómentið sem ég er búinn að vera að bíða eftir,“ segir Þór­hallur hlæjandi en hann hélt uppi­stands­sýningu í maí þar sem hann grínaðist að sjálf­sögðu með ný­fæddan frum­burðinn.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt. Ég er búinn að koma með allt mitt besta efni, segja alls konar brandara, en ekkert hefur virkað fyrr en loksins í gær. Þá fékk ég hann til að hlæja!“

„Þetta er mómentið sem ég er búinn að vera að bíða eftir“

Hvað var það sem virkaði?

„Það var bara létt pot í bollukinnarnar hans og segja gúgú! Þá kom hlátur,“ segir Þór­hallur skelli­hlæjandi. „Þetta voru alls konar geiflur, svo sýndi ég honum allt TikTok-ið mitt og eitt­hvað en ekkert gekk. Ég prófa þetta á næstu uppi­stands­sýningu, að pota og klípa í kinnarnar á fólki og segja gúgú.“

Sonur Þór­halls verður nefndur á sunnu­dag og faðirinn gefur ekkert upp um nafnið nema að drengurinn verður ekki nefndur honum og afanum. „En hann verður ekki Þór­hallur! Ég ætla að hlífa honum við að vera kallaður sonur sonar hans Ladda,“ segir Þór­hallur enn hlæjandi.