Banda­ríski leikarinn Syl­vester Stall­one hefur þver­tekið fyrir þann orð­róm að hjóna­bandi hans og eigin­konu hans til 25 ára, Jenni­fer Flavin, hafi lokið vegna ó­yfir­stígan­legra deilna þeirra um Rottweil­er-hundinn Dwig­ht.

Banda­ríska slúður­pressan greindi frá því í gær að Flavin hafi verið mót­fallin því að fá Dwig­ht inn á heimilið, en Stall­one viljað hann sem eins­konar varð­hund. Þessar deilur hafi undið upp á sig og orðið til þess að hjóna­bandið fór í vaskinn.

Stall­one segir við TMZ að þetta sé ekki rétt en stað­festir þó að þau hjónin hafi á köflum verið ó­sam­mála um á­kveðin at­riði, til dæmis hver ætti að hugsa um hundinn á meðan þau væru á ferða­lagi.

Stall­one talaði fal­lega um Jenni­fer og sagðist bera mikla virðingu fyrir henni. „Ég mun alltaf elska hana og hún er ó­trú­leg kona. Hún er yndis­legasta manneskja sem ég hef kynnst,“ segir hann.

Fréttir af skilnaði Stall­one og Flavin komu mörgum í opna skjöldu enda höfðu þau verið saman í um 30 ár og gift í 25 ár. Stall­one er 76 ára en Flavin 54 ára.