Kynlíf er alls konar og á að vera eitthvað sem við njótum. Leikföng eru vinsæl til að krydda upp á leikinn en stundum geta hlutir vera notaðir sem eiga ekki heima í við slíka athafnir.

Kynlíftækjaverslunin Blush lagði áherslu á fjögur atriði sem ber að varast í kynlífi og nefnir þar með að varast að setja mat í leggöng eða endaþarm.

„Grænmeti eða ávextir eiga ekki heima í leggöngum eða endaþarmi. Ástæðan er sú að hluti af matnum getur brotnað af og orðið eftir.“

Fréttablaðið/Getty Images

Annað atriði er að vanmeta ekki hættuna á kynsjúkdómum

„Ef þú ert að stunda kynlíf utan sambands án þess að nota smokk ertu að taka áhættu á að smitast af kynsjúkdómum,“ segir í færslunni en ákveðnir kynsjúkdómar geta verið erfiðir meðhöndlunar.

Fréttablaðið/Getty Images

Í þriðja lagi er varað við að nota olíukennd sleipiefni með smokkum úr latexi.

„Ef þú notar ekki viðeigandi sleipiefni getur þú fundið fyrir ónotum í kynlífi, sérstaklega þegar kemur að samförum í endaþarmi. Sleipiefni eru mismunandi og því er mikilvægt að nota rétt sleipiefni.“

Þá er varað við að nota náttúrulega sleipiefni á borð við ólífuolíu og kókosolíu sem geta skemmt smokkinn. Ástæðan fyrir því er að latexið í smokknum brotnað niður og gerir hann minna öruggan.

Mælt er með að nota vatnsuppleysanlegt sleipiefni eða silíkon sleipiefni þegar smokkar eru í notkun.

Fréttablaðið/Getty Images

Síðast en ekki síst er mikilvægt að þrýsta ekki á hinn aðilann til að klára. „Ef þú einbeitir þér of mikið að því að klára getur það leitt til vandamála í sambandinu.“

Þá er frekar mælt með ef að makinn nær ekki að fá fullnægingu að spyrja hvort honum vanti aðstoð, til dæmis með kossum og strokum.

„Þegar þú kemst yfir hugmyndina að kynlífi ljúki alltaf með fullnægingu, gæti verið að þú skemmtir þér enn meira.“

Fréttablaðið/Getty Images