Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Magnesíum er nauðsynlegt til orkuframleiðslu í líkamanum ásamt því að stuðla að betri heilsu vöðva, beina, vökvajafnvægis og til stjórnunar á tauga- og vöðvasamdrætti. Magnesium Recovery er magnesíum í úðaformi sem er hannað sérstaklega með íþróttafólk í huga og alla þá sem stunda áreynslu af einhverju tagi,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, næringar- og heilsumarkþjálfi hjá Artasan.

Ég ætlaði ekki að trúa árangrinum

Rannsóknir benda til þess að upptaka á magnesíumklóríði gegnum húð sé góð í flestum tilfellum og getur það skipt öllu máli í hita leiksins þar sem áhrifanna gætir nánast strax. Sigurjón Sigurbjörnsson er rúmlega sextugur ofurhlaupari sem notar Magnesium Recovery frá Better You. Með því hefur hann losnað við vöðvakrampa og um leið bætt sig í hlaupinu:

„Í síðasta 100 km hlaupinu mínu slapp ég alveg við krampa enda notaði ég magnesíumspreyið vel fyrir hlaupið. „Í Reykjavíkurmaraþoninu notaði ég spreyið fyrir hlaupið en drakk svo ekki nægan vökva í hlaupinu sjálfu. Mér voru gefnar magnesíumtöflur í sjúkratjaldinu og sagt að það gætu liðið 15 mínútur þar til þær virkuðu. Ég fór út af svæðinu og hitti konuna mína sem var með magnesíumspreyið mitt, ég spreyjaði á mig og eftir 10 sekúndur var ég krampalaus.“

Merki um magnesíumskort

„Magnesíumskort má oft rekja til lélegs og rangs mataræðis, mikillar streitu, ýmissa lyfja og mikillar koffínneyslu. Einnig skolast steinefni út úr líkamanum þegar við svitnum, þannig að ef við æfum mikið þá töpum við steinefnum sem við þurfum að passa upp á að bæta á okkur,“ segir Hrönn.

Endurheimt og slökun eftir hlaup

Nú er Reykjavíkurmaraþon að skella á en Magnesium Recovery er eins og áður var nefnt sérstaklega hannað með íþrótta- og afreksfólk í huga en það inniheldur einnig kamfóru, svartan pipar og sítrusolíur til að hraða endurheimt. Það er einnig til í 15 ml glösum sem hægt að að hafa með í hlaupabuxunum en það virkar á nokkrum sekúndum og því hægt að hlaupa áfram þó svo að smávægilegir krampar geri vart við sig. Magnesíumflögur geta svo fullkomnað góðan hlaupadag þegar kvölda tekur og tími kominn á góða slökun. Þetta er sjálfsagt að gera eftir öll hlaup og einfaldlega alltaf þegar þörf er á því að slaka vel á.