Söng­konan Lizzo birti ný­lega mynd­band þar sem hún hvetur fylgj­endur sína að halda sig fjarri símanum þegar á­fengi er haft við hönd. „Ekki drekka og senda skila­boð krakkar“ var undir­skriftin.

Í mynd­bandinu birtir söng­konan skjá­skot af skila­boðum sem hún hafði send leikaranum Chris Evans á Insta­gram þegar hún var í glasi. Skila­boðin eru frekar stutt og inni­halda að­eins þrjú tjákn, vind, konu í körfu­bolta og körfu­bolta.

Að­dá­endur hafa túlkað skila­boðin sem svo að nú væri söng­konan að reyna að hitta í mark hjá skotinu sínu. Lizzo hefur þó ekki stað­fest neitt slíkt.

Evans virðist hafa verið hinn allra ró­legasti yfir skila­boðunum sem vöktu svo mikla at­hygli. „Það er engin skömm í því að senda skila­boð drukkinn,“ stóð í svari Evans við skila­boðunum. „Guð veit að ég hef gert verra á þessu for­riti.“

@lizzo

Don’t drink and DM, kids.... for legal porpoises this is a joke

♬ original sound - HI I’M TATI 💕