Lífið

Ekki allt sem sýnist við „krútt­legt“ bang­sa­mynd­band

Meistaranemi í dýrafræði við háskólann í Bristol, segir að nýlegt myndband á internetinu af birnu með hún sinn ekki gefa rétta mynd af þeirri atburðarás sem átti sér stað í myndbandinu.

Myndbandinu hefur verið lýst sem vitnisburði um þrautseigju dýra en ekki er allt sem sýnist. Fréttablaðið/Skjáskot/Unnin mynd

Rakel Dawn Hanson, meistaranemi í dýrafræði við háskólann í Bristol, segir að nýlegt vinsælt myndband á internetinu af birnu með hún sinn þar sem þau hlaupa upp fjallshlíð, ekki gefa rétta mynd af þeirri atburðarás sem átti sér stað í myndbandinu. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Í myndbandinu sést hvar birna og húnn hennar hlaupa upp fjallshlíð sem er full af snjó og á húnninn töluvert erfitt með að komast upp einn síns lið en tekst það þó á endanum þó það líti illa út á tímabili. Birnan hins vegar hleypur á undan og er löngu komin upp þegar að húnninn nær henni. 

Umræddu myndbandi hefur verið deilt á öllum helstu samfélagsmiðlum þúsundum sinnum undir því yfirskyni að um krúttlegt myndband sé að ræða og er afrek húnsins notað sem dæmi um þrautseigju dýra og lagt upp með að það geti verið fólki innblástur.

Birnan tók sér varnarstöðu vegna drónans
Í samtali við Fréttablaðið segir Rakel Dawn að ekki sé allt sem sýnist. Það atferli bjarnanna sem sést í myndbandinu sé ekki eðlilegt. Þar hafi dróninn, sem tekur myndbandið mikil áhrif á atferli dýranna og þá sérstaklega birnunnar, sem undir öðrum kringumstæðum hefði ekki hlaupið á undan afkvæmi sínu með þessum hætti.

„Mér þykir alveg ljóst að dróninn hefur áhrif á hegðun dýranna. Þetta er nýtt fyrirbæri fyrir þeim sem þau hafa ekki séð áður. Birnan hefði líklegast ekki hlaupið í burtu með þessum hætti frá húninum. 

Þegar unginn er næstum því kominn upp sést birnan fylgjast með honum en dróninn ákveður að fara nær til þess að taka nærmynd. Birnan sér þetta, stappar niður löppunum og reynir að fæla drónann í burtu frá unganum en í staðinn dettur snjórinn niður frá fótunum hennar, á ungann sem dettur niður og í það skiptið lengstu vegalengdina.“

Mjög algengt að krúttleg dýramyndbönd séu byggð á misskilningi
Rakel segir að mjög algengt sé að slíkum dýramyndböndum sé deilt undir því yfirskyni hve krúttleg dýrin eru á meðan ekki er hugað að velferð þeirra við upptökur. Þau auka jafnvel eftirspurn eftir sjaldgæfum dýrum sem gæludýrum.

„Það er alveg fullt af þeim. Til að mynda var  vinsælt myndband fyrir nokkrum árum af letilóru þar sem hún var kitluð, og öllum fannst það voða sætt. En bæði er ólöglegt að eiga þetta dýr og svo var umrætt dýr í varnarstöðu, sem er ekki krúttlegt því að það var hrætt. 

En ég skil vel að fólki finnst þessi myndbönd sæt en fólk þarf aðeins að hugsa um það með gagnrýnum hætti hvers vegna dýrin bregðast við eins og þau gera. Myndbönd af dýrum eru í fínu lagi en þá þarf alltaf að huga að velferð dýranna. Það eru því miður margir sem taka slík myndbönd og eru frekar að hugsa um að ná rétta skotinu heldur en hvað er best fyrir dýrin.“

This bear cub’s perseverance proves that you only fail when you stop trying ❤️

This bear cub’s perseverance proves that you only fail when you stop trying ❤️

Posted by We Don't Deserve Animals on Monday, November 5, 2018

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Tíska

Kominn tími á breytingar

Auglýsing

Nýjast

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Heiða syngur sig frá á­falla­streitu­röskun

Auglýsing