Vana­fastir að­dá­endur Qu­ality Street-molanna eiga það til að láta í sér heyra þegar breytingar verða á þeim. Nú hefur Qu­ality Street kynnt til sögunnar nýjar um­búðir utan um sæl­gætið en mark­miðið er að gera þær eins um­hverfis­vænar og hægt er.

Hingað til hafa um­búðirnar verið úr skrjáfandi plasti sem skapar þannig eftir­væntingu að munn­vatns­kirtlarnir fara í yfir­vinnu. En nú verður plastinu skipt út fyrir um­hverfis­vænan og endur­nýtan­legan pappír sem hljómar vel í eyrum þeirra sem vilja um­hverfinu allt það besta.

Engar breytingar verða gerðar á tveimur molum sem þegar eru í endur­vinnan­legum um­búðum. Þetta eru Green Triang­le og Orange Chocolate Crunch.

Í frétt Mail On­line kemur fram að ekki séu allir á eitt sáttir við þessa breytingu þó hún skipti væntan­lega fæsta mjög miklu máli. Vísað er í um­ræður á Twitter þar sem einn segir til að mynda:

„Því miður, þá líta molarnir núna út fyrir að vera ó­dýrir og eru niður­drepandi. Um­búðirnar skipta máli þegar matur er annars vegar en neistinn er farinn af Qu­ality Street.“