Ó­bragð er fyrsta skáld­saga Guð­rúnar Brjáns­dóttur en hún hefur áður sent frá sér nóvelluna Sjálf­stýringu sem vann sam­keppni For­lagsins, Nýjar raddir, 2020. Ó­bragð á sér nokkuð ó­venju­lega út­gáfu­sögu en bókin kom fyrst út í Dan­mörku í þýðingu síðasta haust og kemur núna út á frum­málinu.

„Ég gerði fyrst samning í Dan­mörku þar sem ég bjó þegar hug­myndin að þessari sögu fæddist. Svo var ég enn þá í sam­skiptum við For­lagið hér og spurði hvort þau væru til í að kaupa réttinn, þetta var svona í öfugri röð sem var ekkert planið. Hún kom út fyrst í Dan­mörku í nóvember síðast­liðnum, mig langaði náttúr­lega til þess að þær kæmu út á sama tíma en það gafst ekki alveg tími til þess,“ segir Guð­rún.

Glímir við eftir­köst Co­vid

Ó­bragð er sam­tíma­skáld­saga sem gerist í miðjum Co­vid-far­aldrinum og kveðst Guð­rún hafa skrifað bókina með húmorinn að vopni.

„Hún fjallar svo­lítið mikið um sam­tíma­mál­efni, bæði gerist hún í tíðar­anda Co­vid-heims­far­aldursins og fjallar líka svo­lítið um mál­efni í deiglunni eins og lofts­lags­mál. Sagan hverfist um eina aðal­per­sónu sem byrjar í kakó­hug­leiðslu, þannig að það er svo­lítið rauði þráðurinn en þetta er líka ferða­saga sem gerist að stórum hluta í Skafta­felli.“

Sögu­per­sóna bókarinnar er Hjalti, ungur maður sem starfar á öldrunar­heimili og stendur á kross­götum í lífinu. Hann er ný­hættur með kærustunni sinni og er að ganga í gegnum sam­bands­slitin á sama tíma og hann glímir við erfið eftir­köst af Co­vid-smiti.

„Hann er að glíma við alls konar eftir­köst, er hvorki með lyktar- né bragð­skyn og er líka með and­leg eftir­­­köst. Hann er með mikinn kvíða og er hel­tekinn af veggjalúsum, það tengist allt ein­hverjum svona smit­pælingum. Í byrjun sögunnar er hann að glíma við alls konar vanda­mál og er svo­lítið búinn að ein­angra sig fé­lags­lega og líður ekki mjög vel,“ segir Guð­rún.

Breyting verður á til­breytingar­lausu lífi Hjalta þegar hann fer að stunda kakó­hug­leiðslu með sjálfs­hjálpar­hóp sem hann endar á að fara með í leið­angur út á land.

Óbragð er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Brjánsdóttur.
Kápa/Forlagið

Fylgdist með um­ræðunni

Vin­sældir kakó­seremónía líkt og þeirra sem fjallað er um í Ó­bragði hafa aukist til muna á Ís­landi undan­farin ár, spurð um hvort hún hafi fylgst með þessari tísku­bylgju segir Guð­rún:

„Ég náttúr­lega fylgdist með um­ræðunni á sínum tíma. Hins vegar er þessari bók ekki ætlað að vera ein­hver sér­stök á­deila á kakó­­seremóníur per se. Ég hef alveg prófað að fara í svona seremóníur, bæði úti í Dan­mörku þegar ég bjó þar og líka á Ís­landi, en ekki samt seremóníur eins og þessar sem eru í bókinni. Það er náttúr­lega mjög á­huga­vert hvað þetta varð vin­sælt hratt. Þetta varð svo­lítið æði og mér finnst á­huga­vert hvað þetta gerist í ein­hverjum svona lokuðum hópum þar sem fólk er mikið að vinna úr per­sónu­legum málum en svo veit maður ekki hvaðan þessir með­ferðar­aðilar koma.“

Hefurðu á­huga á and­legum mál­efnum?

„Ég hef kynnt mér hug­leiðslu mjög mikið þótt ég sé ekkert sér­stak­lega dug­leg við það. En ég er ekkert mikið í and­legum fé­lags­skap, getum við sagt. Ég náttúr­lega kynnti mér þetta mjög mikið í kringum það þegar ég var að skrifa bókina en ég er bara svona and­leg í meðal­lagi.“

Ég hef alveg prófað að fara í svona seremóníur, bæði úti í Dan­mörku þegar ég bjó þar og líka á Ís­landi, en ekki samt seremóníur eins og þessar sem eru í bókinni.

Góðar við­tökur í Dan­mörku

Guð­rún segist hafa tekið sér um það bil eitt og hálft ár í að skrifa Ó­bragð en síðan hafi tekið við tíma­bil þar sem hún vann með danska þýðandanum að þýðingu bókarinnar. Hún segir það hafa verið skemmti­lega upp­lifun að gefa út bók í Dan­mörku.

„Þetta er náttúr­lega miklu stærri sena og al­mennt voru við­tökurnar góðar. Hér er þetta náttúr­lega svo lítið bók­mennta­sam­fé­lag og það er gaman að fá við­brögð frá fólki sem maður hefur aldrei heyrt um áður. Af því að hér eru þetta mikið kunningjar sem eru að dæma bækur á Goodreads og svo fram­vegis. Þannig að það var mjög skemmti­legt en það er náttúr­lega að sama skapi erfiðara að koma sér á fram­færi,“ segir hún.

Kennir forn­ís­lensku

Guð­rún er núna bú­sett í Banda­ríkjunum þar sem hún stundar nám við Corn­ell-há­skóla í New York-fylki og kennir sam­hliða því nám­skeið í forn­ís­lensku.

„Ég hef mjög gaman af því að ferðast og prófa nýja staði. Ég bý þetta skóla­ár í Banda­ríkjunum og er að kenna forn­ís­lensku í Corn­ell þar sem ég er líka nemandi. Þetta er eigin­lega eins og skipti­nám, ég er í meistara­námi í ís­lensku við HÍ og það er löng hefð fyrir því í ís­lenskunni að meistara­nemar séu sendir út til að kenna þetta nám­skeið,“ segir Guð­rún.

Hvað er svo næst á döfinni hjá þér?

„Ég er með hug­myndir að nýju efni og ætla að reyna að gera meira af því á þessu ári að skrifa. Ég fékk rit­laun í fyrsta skipti í ár þannig að ég ætla í fyrsta sinn að taka frá al­vöru tíma til þess að skrifa sem verður örugg­lega ný upp­lifun. Maður er alltaf að skrifa með­fram öðru og það verður að­eins minna stress að geta ein­beitt sér að þessu.“