Sátta­við­ræður bresku konungs­fjöl­skyldunnar og Harry og Meg­han hafa verið settar á ís þar sem starfs­lið fjöl­skyldunnar treystir hjónunum ekki, eftir innan­búðar­upp­lýsingar birtust í­trekað í banda­rískum slúður­miðlum. Frá þessu er greint á vef breska götu­blaðsins The Sun.

Þar kemur fram að Harry hafi ekkert rætt við með­limi starfs­liðs fjöl­skyldunnar frá því að jarðar­för Filippusar, her­toga af Edin­borg, fór fram í síðustu viku. Harry er ný­mættur aftur til Kali­forníu og líst þeim ekki á blikuna.

Eru þar sér­stak­lega til­greindar fréttir banda­ríska slúður­miðilsins Peop­le af sím­tali Meg­han Mark­le og drottningarinnar. Þar kom fram að Meg­han og Archie hefðu hringt í Elísa­betu drottningu fyrir jarðar­för Filippusar. Það hefði glatt drottninguna mjög.

Í um­fjöllun The Sun kemur fram að Peop­le sé í upp­á­haldi hjá Sus­sex hjónunum. Í febrúar 2019 hafi fimm vinir Meg­han meðal annars sagt miðlinum frá líðan Meg­han og að hún upp­lifði sig lagða í ein­elti. Meg­han hefur í­trekað full­yrt að hún hafi ekki haft hug­mynd um við­talið.

Þá vakti það at­hygli fjöl­skyldunnar að Omid Scobie, sér­fræðingur í málum bresku konungs­fjöl­skyldunnar og höfundur bókar um þau Harry og Meg­han hjónanna, hafi greint frá því að hann vissi af að minnsta kosti tveimur skiptum sem Meg­han hefði rætt við drottninguna.

„Fjöl­skyldan lét á­greinings­efni sín til hliðar og ein­beitti sér að því sem skiptir máli,“ sagði Scobie. Nú segir The Sun hins­vegar að fjöl­skyldan gruni hjónin um græsku og að starfs­liðið treysti þeim ekki vegna í­trekaðra frétta í banda­rískum miðlum.