Það er alkunna að sjávarútvegsfyrirtækið Samherji geri vel við starfsfólk sitt um jólin. Þessi jól voru engin undantekning.
Gjöf frá Samherja til starfsfólks: 200 þúsund króna gjafakort á Glerártorgi, bakpoki og vegleg matarkarfa.
Að vanda fær starfsfólk Samherja veglega matarkröfu með kjöti, fiski og allskonar góðgæti. Þá var bakpoki í jólapakkanum og gjafakort í mustiri þeirra norðanmanna Glerártorgi fyrir litlar 200 þúsund krónur.
Gjafakort og upplifanir vinsælar
Gjafakortin eru gríðarlega vinsæl jólagjöf í ár og fengu fjölmargir gjafakort frá 66° Norður, Kringlunni og Smáratorgi, auk þess sem gjafakort í Sky Lagoon var mjög vinsælt.
Þá voru ýmsar uppifanir einnig vinsælar og eiga nú margir inneign hjá Tix og miða í leikhús. Á einstaka vinnustöðum voru starfsmenn svo heppnir að fá gjafabréf hjá flugfélögunum Icelandair og Play, þau eru þó því marki brennd að flestir þurfa að punga sjálfir út með gjöfinni til að eiga fyrir flugmiðanum.
Margir vinnustaðir bjóða starfsmönnum sínum val milli nokkurra kosta. Þannig fengu starfsmenn Arion banka að velja á milli þess að fá 50 þúsund króna gjafabréf í Bláa lónið, gistingu fyrir tvo í tvær nætur á Icelandair-hóteli ásamt morgunverði, 55 þúsund króna gjafabréf hjá Play eða 50 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.