Það er al­kunna að sjávar­út­vegs­fyrir­tækið Sam­herji geri vel við starfs­fólk sitt um jólin. Þessi jól voru engin undan­tekning.

Gjöf frá Samherja til starfsfólks: 200 þúsund króna gjafakort á Glerártorgi, bakpoki og vegleg matarkarfa.

Að vanda fær starfsfólk Samherja veg­lega matar­kröfu með kjöti, fiski og alls­konar góð­gæti. Þá var bak­poki í jóla­pakkanum og gjafa­kort í mustiri þeirra norðan­manna Gler­ár­torgi fyrir litlar 200 þúsund krónur.

Gjafakort og upplifanir vinsælar

Gjafa­kortin eru gríðar­lega vin­sæl jóla­gjöf í ár og fengu fjöl­margir gjafa­kort frá 66° Norður, Kringlunni og Smára­torgi, auk þess sem gjafa­kort í Sky Lagoon var mjög vin­sælt.

Þá voru ýmsar uppi­fanir einnig vin­sælar og eiga nú margir inn­eign hjá Tix og miða í leik­hús. Á ein­staka vinnu­stöðum voru starfs­menn svo heppnir að fá gjafa­bréf hjá flug­fé­lögunum Icelandair og Play, þau eru þó því marki brennd að flestir þurfa að punga sjálfir út með gjöfinni til að eiga fyrir flug­miðanum.

Margir vinnu­staðir bjóða starfs­mönnum sínum val milli nokkurra kosta. Þannig fengu starfs­menn Arion banka að velja á milli þess að fá 50 þúsund króna gjafa­bréf í Bláa lónið, gistingu fyrir tvo í tvær nætur á Icelandair-hóteli á­samt morgun­verði, 55 þúsund króna gjafa­bréf hjá Play eða 50 þúsund króna gjafa­bréf í Smára­lind.